Þyrlan kölluð út vegna slyss á Norðurlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er um slys í Sölvadal í Eyjafirði að ræða og var þyrlan kölluð út á hæsta forgangi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg barst tilkynning um slys kl. 21:40 og eru viðbragðsaðilar á leið á vettvang: björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningafólk. Þá er ráðgert að fleiri viðbragðsaðilar fari með þyrlunni norður og samkvæmt heimildum fréttastofu mbl.is stóð einnig til að kafarar úr sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdu þyrlunni.

Færð er slæm á svæðinu og vegir víða lokaðir, sem torveldar för viðbragðsaðila. Snjóruðningsmenn hafa verið kallaðir út til að greiða fyrir.

Uppfært kl. 23:11: Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórninni á Akureyri eru viðbragðsaðilar rétt ókomnir á slysstað.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert