Rafmagn komið á í Dalabyggð

Aðgerðum er lokið í Dalabyggð og rafmagn komið þar á. Ekki er von á frekara rafmagnsleysi þar, samkvæmt upplýsingum frá Rarik á Vesturlandi. Íbúar í Dalabyggð, það er Búðardal, Laxárdal, Suður-Dölum og Skógarströnd, höfðu frá því í gær fengið rafmagn í gegnum varaleið og rafmagn verið skammtað. Unnið var að viðgerð í nótt og lauk henni undir morgun.

Enn er rafmagnslaust víða á Norðurlandi en rafmagn kom á í stutta stund á Siglufirði og Ólafsfirði í nótt en er dottið út að nýju. Verið var að ljúka við viðgerð í tengistöðinni í Hrútatungu og því væntanlega komið rafmagn á í Vestur-Húnavatnssýslu, þar á meðal Hvammstanga. Frekari upplýsingar eru væntanlegar fljótlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert