Senda aðstoð norður í land

Starfsfólk Veitna lagði í hann í morgun.
Starfsfólk Veitna lagði í hann í morgun. Ljósmynd/Landsnet

Veitur hafa sent liðsauka norður í land þar sem RARIK og Landsnet vinna hörðum höndum við að koma flutningi og dreifingu rafmagns í samt lag eftir óveðrið undanfarna daga.

Fram kemur á vef Veitna að í nótt hafi verið ekið af stað með tvær varaaflsstöðvar sem framleiða rafmagn og verða tengdar inn á rafdreifikerfið á Dalvík.

Einnig fór loftlínufólk Veitna norður í morgun. Það mun aðstoða við að koma Dalvíkurlínu 1 í rekstur og þannig koma rafmagninu á Dalvík í lag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert