John Snorri á góðu róli

Fjallagarpurinn John Snorri.
Fjallagarpurinn John Snorri. Ljósmynd/Aðsend

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson heldur áfram ferð sinni upp K2 og virðist nú vera kominn upp í ABC-búðirnar svokölluðu á fjallinu. 

ABC stendur fyrir Advanced Base Camp og eru þessar búðir í um 5.400 metra hæð. Tindurinn sjálfur er í 8.611 metra hæð. 

Á miðvikudag komst John Snorri upp í grunnbúðirnar ásamt fylgdarliði sínu en í gær var hvíldardagur þar sem menn spöruðu kraftana fyrir áframhaldandi göngu.

„Aðalatriðið er að komast á milli bc og abc,“ skrifaði John á Facebook-síðu sína í gær. „Dagurinn var fallegur hér í bc.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert