Heimilt að skipa aðra umsækjendur

Landsréttur
Landsréttur mbl.is/Hallur Már

Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu í skaðabótamáli tveggja manna sem sóttu um embætti dómara þegar Landsréttur var stofnaður að dómsmálaráðherra hafi verið heimilt, að fengnu samþykki Alþingis, að skipa aðra umsækjendur dómara við réttinn en þá sem dómnefnd hafði metið hæfasta.

Tilskilið var að þeir uppfylltu almenn hæfisskilyrði laganna. Var kröfum þeirra um skaðabætur synjað og þar með snúið dómi héraðsdóms, en niðurstaða héraðsdóms staðfest um miskabætur til annars þeirra.

Jón Höskuldsson og Eiríkur Jónsson voru meðal þeirra fimmtán umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem dómnefnd hafði metið hæfasta. Í tillögu Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, til Alþingis var lagt til að aðrir umsækjendur yrðu skipaðir

Héraðsdómur hafði dæmt ríkið til að greiða Jóni 4 milljónir í skaðabætur vegna tapaðra launa og 1,1 milljón í miskabætur og fallist á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart Eiríki. Ríkið áfrýjaði báðum málunum til Landsréttar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert