Vatnsmýrin ákjósanlegasta staðsetningin

Frá kynningarfundinum í dag.
Frá kynningarfundinum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem kynnt var mánudaginn 29. júní.

Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur húsnæði í tveimur póstnúmerum. Framkvæmdasýsla ríkisins réðst í frumathugun á húsnæðismálum LHÍ að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samráði við LHÍ.

Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, Guðrún Ingvarsdóttir, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi. Leiddi frumathugunin í ljós að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans.

„Þessi niðurstaða markar ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Það er tilgreint í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum Listháskóla Íslands á kjörtímabilinu. Uppbygging framtíðaraðstöðu Listaháskóla Íslands í Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur marga kosti,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá skólanum. 

Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku og frumathugun er nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka