Keyptu milljónamiða á Patreksfirði

Patreksfjörður. Mynd úr safni.
Patreksfjörður. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nýlega höfðu hjón af Vesturlandi samband við Íslenska getspá eftir að hafa unnið fyrsta vinning í lottó-útdrætti um miðjan júlí. Þau keyptu sér 10 raða lottómiða á Patreksfirði og unnu rúmlega 33 milljónir króna.

Síðasta laugardag var einnig þrefaldur pottur sem gekk út og var vinningsmiðinn keyptur á N1 við Skógarsel í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu frá Getspá.

Eigendur miðans, sem eru fullorðin hjón, voru heldur betur kát þegar þau komu með hann til að innheimta vinninginn sem var upp á rúmlega 32 milljónir. Þau segjast kaupa lottó nokkuð reglulega en að þessu sinni hafði eiginmaðurinn fundið hjá sér sérstaka þörf til að fara að kaupa lottó og lét eftir þeirri löngun með þessum líka fína árangri, kemur enn fremur fram í tilkynningunni.

Að lokum skiptu tveir með sér alíslenskum þriðja vinningi í Víkinglottói vikunnar í gær en vinningshafar skiptu á milli sín rúmum 7,2 milljónum króna.

Annar vinningshafinn er einstæð móðir en hinn karlmaður á miðjum aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert