Bálhvasst í hviðum á Suðurlandi

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á suðurhluta landsins.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á suðurhluta landsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi þar sem vindhraði getur farið í allt að 35 m/s í hviðum við fjöll til að mynda undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli.

Á vef Veðurstofunnar segir að slíkur vindur geti skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Viðvörunin tók gildi klukkan átta í kvöld og gildir til klukkan ellefu í fyrramálið.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Víða slydda eða rigning með köflum, einkum A-lands.
Austan 15-23 undir morgun og talsverð úrkoma um tíma á SA-landi og Austfjörðum. Snýst í suðaustan 8-15 seinni partinn og dregur úr vætu, fyrst syðst en rofar til fyrir norðan um kvöldið. Hiti 2 til 10 stig, mildast við S-ströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert