Óvíst með opnun í Bláfjöllum

Skíða og brettafólk í Bláfjöllum.
Skíða og brettafólk í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki liggur ljóst fyrir hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað í dag en nýjar upplýsingar koma í hádeginu. Þetta kemur fram á vef skíðasvæðisins en þá koma nýjar fréttir frá almannavörnum.

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins (AST) fór fram á að skíðasvæðum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað í gær þegar hættustig almannavarna var virkjað vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga.

Vísindamenn eru að störfum og meðan verið er að meta stöðuna vill AST loka skíðasvæðunum til þess að draga úr áhættu vegna skjálftanna og koma í veg fyrir að fólki sé á skíðasvæðum sem eru nálægt upptökustað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert