Hertar aðgerðir ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hertum aðgerðum á landamærum í samræmi við nýsamþykkt lög sem heimila að skylda ferðamenn í sóttvarnahús.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag að minnisblaðið hafi komið seint í gær og ekki hafi verið farið yfir það á ríkisstjórnarfundinum. Því lægi ný reglugerð um sóttvarnir ekki fyrir. Enn væri verið að fara yfir minnisblaðið í ráðuneytinu og hún myndi segja frá því til hvaða aðgerða verði gripið þegar það hafi verið ákveðið.

„Við munum ákveða eitthvað í dag og það mun taka gildi eftir helgi,“ sagði Svandís eftir fundinn, en hún sagðist vera á leiðinni í ráðuneytið til að skoða málið betur.

Þórólf­ur sagði í sam­tali við mbl.is í gær að fyrst og fremst verði farið eft­ir áhættumati al­manna­varna hvað varði aðgerðir á landa­mær­um, ekki skil­grein­ingu Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á áhættu­svæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert