„Þjóðhátíð“ í Laugardalshöllinni í dag

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

12.800 skammtar af bóluefni voru blandaðir í dag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dagurinn var því langstærsti bólusetningadagurinn til þessa.

Þegar blaðamaður mbl.is hafði samband var verið að bólusetja með síðustu skömmtunum og varð Ragnheiður að leggja frá sér símann í örfáar sekúndur til að framkvæma sína síðustu bólusetningu í dag.

Ragnheiður segir daginn í dag hafa verið risadag og að virkilega góður andi hafi verið í Laugardalshöllinni.

Röð í bólusetningu í dag.
Röð í bólusetningu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar mest lét náði röð þeirra sem biðu eftir bólusetningu alla leið út á Suðurlandsbraut. Ragnheiður segir það orsakast af því að þegar lotuskipti verða í höllinni sé ekki hægt að taka neinn inn í húsið þar til það tæmist. Þá myndist miklar raðir en síðan flæði fólkið inn.

Djammfílingur

Ragnheiður segir bólusetninguna í dag hafa gengið ótrúlega vel. Það hafi verið mikið stuð og stemning í höllinni og Daddi diskó spilaði fyrir mannskapinn.

Daddi diskó plötusnúður spilaði fyrir þá sem voru bólusettir í …
Daddi diskó plötusnúður spilaði fyrir þá sem voru bólusettir í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst þetta næstum því eins og maður væri bara á Þjóðhátíð,“ segir Ragnheiður og bætir við:

„Langt síðan allir náttúrulega hafa hist og aldrei neitt djamm í gangi þannig það var alveg svona djammfílingur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert