Flogið yfir varnargarðana

Almannavarnir hófu að reisa tvo varnargarða skammt frá gosstöðvunum í Geldingadölum í dag eftir að hraun fór að flæða í auknum mæli til suðurs. 

Ólafur Þórisson ljósmyndari flaug dróna yfir svæðið þar sem sést til framkvæmdasvæðisins og vegalengd þaðan að gosstöðvunum, en varnargörðunum er ætlað að hindra för hraunsins í átt að Nátthögum og Suðurlandsvegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert