Skógræktarfélagið fékk 200 aspir að gjöf

Skógræktarfélagið var hæstánægt með gjöfina.
Skógræktarfélagið var hæstánægt með gjöfina. mbl.is/Alfons

Hjónin Páll Sigurvinsson og Hanna Björk Ragnarsdóttir færðu Skógræktarfélagi Ólafsvíkur tvö hundruð keisaraaspir að gjöf í síðustu viku. 

Vagn Ingólfsson, formaður Skógræktarfélags Ólafsvíkur, tók á móti gjöfinni.

Vagn segir í samtali við fréttaritara mbl.is að félagið kunni virkilega að meta gjöfina og að gott sé að hafa keisaraaspir á ræktarlandi félagsins þar sem mikil selta og vindur gangi oft þar yfir. 

Aspirnar voru gróðursettar samdægurs af hópi frá Skógræktarfélagi Íslands með styrk frá Snæfellsbæ.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert