Útköllin farin að hrannast inn

Landsbjörg að störfum
Landsbjörg að störfum

Björgunarsveitir hafa nú þegar verið kallaðar út víðs vegar um landið þar sem veður hefur valdið misskemmtilegum uppákomum. Helst hefur verið um að ræða tilvik þar sem lausamunir hafa losnað og fokið með vindinum. 

Karen Ósk Lárusdóttir, yfirmaður aðgerðamála hjá slysavarnafélaginu Landsbjörgu, segir að helsti undirbúningurinn hafi farið fram í þeim umdæmum sem versta veðri er spáð, með fundum björgunarsveitarmanna, Veðurstofu og lögreglu. 

„Annars er þetta alltaf sama sagan, við erum alltaf tilbúin.“

Byrjuð að yfirfara dótið sitt

Karen segir að ekki hafi verið kallaðir til sérstakur mannskapur, en bendir á að þrjú þúsund einstaklingar séu á skrá til þess að bregðast við útköllum 

„Þau sjá sjálf umfjöllunina í fjölmiðlum og eru væntanlega byrjuð að yfirfara dótið sitt. Það þarf ekki að segja fólkinu það, þau eru með allt sitt á hreinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert