Heimilt að vísa erlendum „rannsóknarskipum“ frá

Rannsóknarskipið dularfulla, Akademik B. Petrov.
Rannsóknarskipið dularfulla, Akademik B. Petrov. Ljósmynd/Úr einkasafni (ekki nánar merkt)

Rannsóknir á íslenskum hafsvæðum eru háðar samþykki stjórnvalda og það má hafa afskipti af slíkum skipum, séu þau ekki með tilskilin leyfi, að sögn sérfræðings í hafrétti.

Norsk yf­ir­völd fylgj­ast nú grannt með rúss­neska rann­sókn­ar­skip­inu Aka­de­mik B. Petrov sem frá 27. sept­em­ber hef­ur siglt frá Múrm­ansk í Rússlandi og niður með allri vest­ur­strönd Nor­egs að Ber­gen. Ståle Ulrik­sen, lektor við norska sjó­her­skól­ann, seg­ir rannsóknarskipið í raun vera njósnaskip. 

„Þeir eru að fylgj­ast með okk­ur,“ segir hann við norska ríkirútvarpið NRK.

„Það má reka þig í burtu

Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, segir íslenskum stjórnvöldum heimilt að vísa rannsóknarskipinu burt og hafa önnur afskipti af því færi það sig nær ströndum Íslands og inn fyrir 200 sjómílurnar og stundi þar rannsóknir án leyfis frá íslenskum stjórnvöldum.

Væri það ekki um neins konar stríðsyfirlýsingu að ræða þar sem íslensk stjórnvöld væru einfaldlega að fylgja lögum.

„Það má reka viðkomandi í burtu, færa til hafnar og hafa ýmis önnur afskipti af þeim sem eru að rannsaka í óleyfi. Eins ætti Landhelgisgæslan að geta farið um borð ef skip er staðið að slíkum rannsóknum,“ segir prófessorinn í samtali við mbl.is.

Vísar hann þá til hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og laga sem innleiða þann samning hérlendis.

„Ein af ástæðum fyrir því að það er ekki fullkomið frelsi til að stunda rannsóknir á hafsvæðum er út af svona njósnastarfsemi. Eins líka að það sé ekki einhver að afla sér upplýsinga um olíulindir eða eitthvað þess háttar,“ bætir hann við.

Framkvæmdin geti verið flókin

Bjarni Már segir regluverkið um skilyrði leyfisveitingar til að stunda rannsóknir sæmilega skýrt en bætir þó við að framkvæmdin geti verið ögn snúnari í þeim tilfellum þar sem erfitt getur reynst að sanna að um rannsóknarfar sé að ræða.

„Ef þetta eru háþróuð skip hvernig veistu að það er að stunda rannsóknir, það er svo önnur spurning. Það ríkir siglingafrelsi og það á við um öll skip.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert