Leggja til 200 þúsund króna foreldrastyrk

Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor.
Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag þess efnis að greiddur verði 200 þúsund króna foreldrastyrkur mánaðarlega til þeirra foreldra sem annað hvort þurfa eða kjósa að vera heima með börn sín að fæðingarorlofi loknu.

Styrkurinn yrði greiddur foreldrum barna á aldrinum tólf mánaða til allt að tveggja ára.

Tillagan er sett fram í ljósi skorts á leikskólaplássi í borginni en í tillögunni segir að tæplega þúsund börn séu nú föst á biðlistum. 

Það er mikilvægt að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ríkið hefur brugðist við því ákalli með lengingu fæðingarorlofs en Reykjavíkurborg hefur ekki tekist að sinna sínu hlutverki – að tryggja leikskólapláss strax í kjölfar orlofs. Það er mikilvægt að mæta stöðunni með fjölbreyttum lausnum enda þarfir fjölskyldna fjölbreytilegar,“ segir í tillögunni. 

Þá segir að foreldrastyrkurinn sé ein leið til að mæta þörfum fjölskyldufólks í Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert