Ætla að læra af mistökunum

Í mars í fyrra greindi Reykjavíkurborg frá því að tólf …
Í mars í fyrra greindi Reykjavíkurborg frá því að tólf mánaða börn myndu geta hafið leikskólagöngu haustið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg ætlar að læra af mistökum sínum og gera raunhæfar áætlanir um þann fjölda reykvískra barna sem munu geta hafið leikskólagöngu sína í ár.

„Við höfum það að markmiði að allar áætlanir okkar séu með sem raunhæfustum hætti,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Í mars í fyrra greindi Reykjavíkurborg frá því að tólf mánaða börn myndu geta hafið leikskólagöngu haustið 2022.

Áform borgarinnar gengu vægast sagt ekki upp, en meðalaldur barna sem hófu leikskólagöngu sína í Reykjavík í fyrra var 18,4 mánuðir. Vegna brostinna loforða sætti borgin harðri gagnrýni frá foreldrum barna sem búið var að lofa leikskólaplássi. Mættu foreldrar meðal annars í Ráðhús Reykjavíkur til að krefja borgarfulltrúa um lausnir.

Meðal þeirra ástæðna sem gefnar hafa verið upp fyrir þessum mistökum, eða misreikningi á lausum leikskólaplássum, er fjölgun barna sem ekki var gert ráð fyrir og húsnæðisvandamál, þrátt fyrir að fjórir nýir leikskólar hafi verið opnaðir og fimm aðrir skólar stækkaðir á árinu.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert