Bifreið ónýt eftir bruna í Gnoðarvogi

Eldur kom upp í bifreið í Reykjavík. Slökkvilið sá um …
Eldur kom upp í bifreið í Reykjavík. Slökkvilið sá um að slökkva eldinn. mbl.is/Eyþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti eld í bifreið í Gnoðarvogi í Reykjavík um klukkan 11 í gærkvöldi. Bíllinn er ónýtur, að sögn varðstjóra slökkviliðs.

Annarri bifreið var lagt við hliðina á þeirri sem kviknaði í og var sú í hættu á að verða eldinum að bráð.

Snör handtök slökkviliðs urðu til þess að þeirri hættu var afstýrt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert