Miklar fylgissveiflur forsetaefna

Halla Hrund, Baldur, Katrín og Jón Gnarr mælast með mest …
Halla Hrund, Baldur, Katrín og Jón Gnarr mælast með mest fylgi.

Mikil hreyfing er á fylgi meðal efstu manna sem boðið hafa sig fram til forsetakjörs, samkvæmt skoðanakönnun Prósents, og hið sama má greina af niðurstöðum annarra rannsóknarfyrirtækja, svo sem Maskínu og Gallup.

Þar sætir fylgisaukning Höllu Hrundar Logadóttur mestum tíðindum, en eins og sjá má hér að neðan hefur hún verið bæði mikil og ör. Aðrir frambjóðendur súpa seyðið af því en í mismiklum mæli. Þannig hafa bæði Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr dalað jafnt og þétt, en miðað við niðurstöður Prósents hefur fylgi Katrínar Jakobsdóttur fallið verulega í liðinni viku.

Erfitt er að slá nokkru föstu um þessa fylgisþróun eða hvernig henni vindur fram næstu vikur. Miðað við þróun svara milli daga í þessari könnun virðist þó óvarlegt að gera ráð fyrir að það sé farið að hægjast á fylgissókn Höllu Hrundar.

Miðað við fylgisaukningu Höllu Hrundar og mikla lækkun hjá Katrínu, sem fer úr 23,8% niður í 18% á milli vikna, virðist liggja beinast við að líta svo á að Halla sé að taka fylgi frá Katrínu.

Hafa verður þó í huga að töluverð vikmörk eru á fylgi frambjóðenda. Vikmörkin hjá Katrínu eru núna 15,8% til 20,4%, en ef miðað er við efri vikmörk lækkar Katrín um 3,4% á milli þessara mælinga Prósents.

Sé litið til efstu frambjóðenda má stilla því þannig upp að Halla taki mest fylgi frá Katrínu eða 5,8%, 2,2% frá Baldri og 1,4% frá frambjóðendum með minna fylgi.

Þá er freistandi að skýra það með því að í einhverjum mæli taki fólk Höllu Hrund fram yfir Katrínu frekar en aðra frambjóðendur, þar sem það þurfi að velja milli tveggja kvenna sem keppi um fyrsta sætið. Um slíkt er þó ógerningur að segja, í kosningabaráttunni hefur til þessa ekki mikið verið gert úr kynferði frambjóðenda.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert