Við verðum að vera samkeppnishæf

Lilja D. Alfreðsdóttir segir að sækja þurfi fram til að …
Lilja D. Alfreðsdóttir segir að sækja þurfi fram til að tryggja þann árangur sem hefur náðst. mbl.is/Eyþór

Nauðsynlegt er að stjórnvöld hefji neytendamarkaðssetningu í ferðaþjónustu á ný og að þar verði vörumerkið Ísland samkeppnishæft.

Þetta segir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, en forkólfar í ferðaþjónustu hafa lýst áhyggjum sínum af samkeppnisstöðu landsins. Frá og með mars á síðasta ári hefur aðeins 100 milljónum króna verið varið til neytendamarkaðssetningar og í fyrirliggjandi fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 er ekki gert ráð fyrir umtalsverðri fjárfestingu til neytendamarkaðssetningar.

Lilja hefur áætlanir um að auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu með því að veita fjármagn í neytendamarkaðssetningu með markvissum hætti á ný í gegnum fjármálaáætlun. Árlega fari opinbert fé í þá fjárfestingu líkt og þekkist í ríkjunum í kringum okkur en síðan þurfi að bæta í og auka við fjármögnun að hennar mati.

Ný ferðamálastefna

Um miðjan apríl lagði ráðherra fram þingsályktunartillögu um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Segir Lilja nýja ferðamálastefnu ramma allt sem tengist atvinnugreininni miklu betur inn. Stefnan hafi verið mótuð ásamt grasrót ferðaþjónustunnar og með leiðandi fólki innan greinarinnar.

Þar segir að bæði þurfi að viðhalda og koma á framfæri ímynd og orðspori Íslands sem leiðandi ríkis í sjálfbærri þróun og sem eftirsóknarverðs áfangastaðar. Þá segir að tryggt verði, í gegnum fimm ára fjármálaáætlun, að árlega fari opinbert fjármagn til neytendamarkaðssetningar í ferðaþjónustu.

Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert