Unglingaskemmtun ársins gekk með afbrigðum vel

Frá Samfestingnum í fyrra.
Frá Samfestingnum í fyrra. Ljósmynd/Samfés

„Unglingaskemmtun ársins, Samfestingurinn fór fram í Laugardalshöll [í gærkvöldi] og gekk með afbrigðum vel,“ segir í dagbók lögreglu en þar komu saman um 4.500 ungmenni víðsvegar af landinu. 

Samfélagslögreglumenn voru á svæðinu og voru til taks auk útkallslögreglu.

„Haft var orð á því að ungmennin höfðu verið til fyrirmyndar,“ segir í dagbókinni. 

Meðal þeirra sem komu fram voru Bríet, Aron Can og Herra Hnetusmjör. 

Samfestingurinn hefur verið haldinn árlega í Laugardalshöll frá árinu 2001 og er fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Í dag fer síðan fram Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert