Brjálað að gera á mæðradaginn

Fjöldi fólks lagði leið sína í blómabúðir í dag í …
Fjöldi fólks lagði leið sína í blómabúðir í dag í tilefni af mæðradeginum. mbl.is/Styrmir Kári

Mæðradag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur í dag og þá þykir við hæfi að gera eitt­hvað sér­stak­lega fal­legt fyr­ir mæður lands­ins.

Gjarn­an er mikið að gera í blóma­versl­un­um á þessu degi enda fátt sem gleður móður­hjartað meira held­ur en fal­leg­ur vönd­ur frá börn­un­um.

Stöðugt streymi í allan dag

„Það er búið að vera brjálað að gera í allan dag,“ segir Ellen eigandi Árbæjarblóms í samtali við mbl.is. Stöðugt streymi er búið að vera í búðinni síðan klukkan átta í morgun.

Hún segir mæðradaginn vera næst stærsta dag ársins hjá sér. Konudagurinn er sá stærsti, en mæðradagurinn fer sífellt stækkandi, bætir hún við. 

Viðskiptavinir dagsins hafi verið á öllum aldri. „Voða mikið af börnum að kaupa blóm handa mömmu,“ segir hún.

Spurð hvaða blóm séu vinsælust segir Ellen rósirnar vinsælastar enda mjög klassískar en svo hafi alls konar vendir verið vinsælir. Þá hafi túlípanar einnig komið sterkir inn í ár. 

Spurð hvort blómin í búðinni séu að klárast segir Ellen birgðirnar fara minnkandi og mögulega klárist blómin fyrir lokun en starfsmennirnir munu standa vaktina til klukkan sjö eða þangað til annað kemur í ljós.

„Ég er með auglýst opið til klukkan sjö. Miðað við stöðuna getum við að minnsta kosti gengið út á slaginu sjö.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert