Hreinsað í ellefta sinn á Hornströndum

Frá átakinu Hreinni Hornstrandir í Bolungarvík á Hornströndum árið 2018.
Frá átakinu Hreinni Hornstrandir í Bolungarvík á Hornströndum árið 2018. Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir

Óskað er eftir öflugum sjálfboðaliðum til að taka þátt í hreinsunarherferðinni Hreinni Hornstrandir en í sumar verður farið í ellefta sinn í ferð á Hornstrandir til að hreinsa rusl.

Hreinsunarferðin verður dagana 21. - 22. júní í þetta skiptið og siglt frá Ísafjarðarbæ í Skutulsfirði föstudagsmorguninn 21. júní.

Farið verður í Barðsvík líkt og gert var árið 2019. Ruslið verður flutt um borð í varðskip á laugardeginum og siglt til baka á laugardagskvöldinu. 

„Sem fyrr er leitað að öflugum sjálfboðaliðum sem eru til í hörku vinnu á einu fallegasta svæði landsins. Aðeins eru í boði 25 sæti í ferðina og því ljóst að ekki komast allir að sem vilja, en hvatt er til þess að sækja um á netfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is,“ segir í frétt á vef Bæjarins Besta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka