Um 70 jarðskjálftar í kvikuganginum

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 70 jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 1,5 að stærð suðvestan við Grindavík á hafi úti.

Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er áfram dálítil skjálftavirkni á svæðinu, auk þess sem landris mælist á GPS-mælum Veðurstofunnar.

„Þetta var mjög svipað í nótt og hefur verið undanfarna daga,” segir Einar.

Fundað klukkan 8

Líkt og á hverjum degi funda svæðis- og aðgerðastjórn í Grindavík með Veðurstofunni klukkan 8 í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála.

Veður­stof­an uppfærði í gær hættumat sitt vegna þess að aukn­ar lík­ur eru tald­ar á nýju kviku­hlaupi og öðru eld­gosi næstu daga. Kviku­söfn­un­in er orðin 16 millj­ónir rúm­metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert