Frambjóðendur svara: Eiríkur Ingi Jóhannsson

Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi.
Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Eiríkur Ingi Jóhannsson, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, er að eigin sögn hreinskilinn. Hann segist óháður stjórnmálaöflum og peningavöldum með öllu.

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Eiríks Inga er að forsetinn standi við eið sinn gagnvart þjóðinni og stjórnaskrá lýðveldisins.

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Eiríks Inga við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Eiríkur Ingi Jóhannsson er einn þeirra tólf sem bjóða sig …
Eiríkur Ingi Jóhannsson er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. mbl.is/Arnþór

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„Að forsetinn standi við eið sinn gagnvart stjórnaskrá lýðveldisins og þjóðinni.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Ég er alveg óháður stjórnmálaöflum, peningavöldum og hreinskilinn“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Alls ekki.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„Kjósendur verða að gera sér grein fyrir þeim völdum sem atkvæði þeirra til forsetaembættis veitir forsetaframbjóðanda. Því miður er almenn skoðun að forseti sé valdalaus.

Þetta stafar af stjórnarhefð sem þjóðin hefur aðlagast og þekkir. Þessi hefð er komin af því að forsetinn veitir umboð sitt til stjórnarmyndunar. Ráðherrar fara með völd forsetans í ríkisráði. Forseti lýðveldsins setur þar alla ráðherra í sæti sitt og ákveður tölu þeirra.

Fólk verður að átta sig á að forsetinn fer með framkvæmdavaldið með þeim stjórnhöfum sem hann hefur sett í embæti og er það forsetans að tryggja að framkvæmdavaldið sé í þágu allrar þjóðarinnar.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Tvennt verður til að forseti hafnar lögum. Fyrst og fremst að þau standist ekki stjórnarskrá, svo ef lög hafa afgerandi áhrif á þjóðfélagið. Það er kjósenda að úrskurða um mál sem þing og forseti ná ekki saman um í löggjafarvaldinu.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Fjármálastöðuleiki og þjóðarsátt með innviði landsins (eignir þjóðarinar). Forsetinn á að koma saman ríkisráði sem ræður faglega við öll málefni þjóðarinnar og tryggja að þau sé unnin í þágu allra landsmanna.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„Sá tími sem kjósendur treysta sér að greiða atkvæði með forsetanum. Það á alls ekki að festa tíma á setu forsetans annað en að forseti sitji kjörtímbil sitt og þurfi að því loknu að ná endurkjöri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert