Fjórir enn í gæsluvarðhaldi

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr …
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír karlmenn og ein kona sæta enn gæsluvarðhaldi í tengslum við alvarlegt ofbeldisbrot sem átti sér stað í heimahúsi í Reykholti undir lok síðasta mánaðar.

Að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, rennur gæsluvarðhaldið yfir fólkinu út á föstudaginn og hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið. Jón Gunnar segir málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu en búin sé að birtast ákveðin mynd af því sem gerðist.

Um er að ræða brot er varða meinsta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Einstaklingurinn sem varð fyrir ofbeldinu er frá Möltu en karlmennirnir þrír og konan sem sitja í gæsluvarðhaldi eru Íslendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert