„Það ætti ég nú að vita manna best“

„For­seti, ég ætla að leyfa mér að segja þetta, hans holl­usta er bara ein og hún er við þjóðina. Mér finnst stóra spurn­ing­in vera, hvað treysti ég mér til að segja um það og þá segi ég, ég treysti mér til að sýna eng­um holl­ustu nema þjóðinni í þessu embætti.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi.

Stefán Einar Stefánsson sagði þá að þjóðin væri oft klofin í herðar niður og var Katrín ekki lengi að svara. 

„Einmitt og þá erfitt að sætta sjónarmið. Það ætti ég nú að vita manna best,“ sagði hún og uppskar mikið lófaklapp frá fundargestum. 

Einn forsetafundur eftir

Aðeins einn for­seta­fund­ur er eft­ir í hring­ferðinni en hann verður á fimmtu­dag­inn, 23. maí, á Park Inn by Radis­son í Reykja­nes­bæ með Höllu Tóm­as­dótt­ur. Sá fund­ur verður klukk­an 19.30 eins og aðrir for­seta­fund­ir Morg­un­blaðsins.

Þegar er búið að halda forsetafundi með Jóni Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur, Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur í öllum landsfjórðungum. Iðulega hafa hátt í 200 manns sótt hverja fundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert