Tjáði sig um gögn sem Kári gerði opinber

Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson.
Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson. Samsett mynd

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna orða Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að vafasamt sé að hún geti tjáð sig um ákveðin mál vegna trúnaðarskyldu.

„Ég hef einungis tjáð mig um gögn sem hann sjálfur hefur gert opinber. Auk þess sem frekari gögn þessu tengd voru gerð aðgengileg á vef Stjórnarráðsins. Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna heimilar tjáningu um slík gögn,” segir Helga í tilkynningunni.

„Enn og aftur bendi ég á að málið snýst ekki um sóttvarnir, heldur um vísindarannsókn ÍE, sem hófst án tilskilinna leyfa. Ítreka einnig að málið bíður meðferðar hjá Landsrétti,” bætir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert