Eva Björk nýr biskupsritari

Sr. Eva Björk Valdimardóttir.
Sr. Eva Björk Valdimardóttir.

Séra Eva Björk Valdimardóttir, prestur í Fossvogsprestakalli, hefur verið ráðin biskupsritari.

Hún tekur við starfinu um leið og sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörin biskup Íslands, hefur störf í sumar, að því er fram kemur á kirkjan.is.

Sr. Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri, dóttir hjónana Soffíu Pálmadóttur og Valdimars Sigurgeirssonar. Hún er gift Ólafi Elínarsyni sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix. Þau eiga tvö börn, 16 og 20 ára.

Sr. Eva Björk hefur verið prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju síðastliðin fimm ár. Þar áður var hún héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og starfaði þá einnig með presti innflytjenda. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert