Forsetaframbjóðendur sungu saman á Akureyri

Frambjóðendurnir stilltu sér upp fyrir framan Græna hattinn.
Frambjóðendurnir stilltu sér upp fyrir framan Græna hattinn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fundur fimm forsetaframbjóðenda var haldinn á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi. Um hundrað manns mættu til þess að hlýða á frambjóðendur og spyrja þau spjörunum úr.

Til Akureyrar mættu Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. 

Hátt í 100 manns mættu á fundinn.
Hátt í 100 manns mættu á fundinn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þegar helstu umræðum lauk var gripið í gítar og spilaði Finnur Oddsson gítarleikari undir er frambjóðendur sungu „Heyr mína bæn“ við mikinn fögnuð gesta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert