Nýr meirihluti myndaður: Bragi verður bæjarstjóri

Álfheiður Eymarsdóttir og Bragi Bjarnason skrifuðu undir samkomulagið í dag.
Álfheiður Eymarsdóttir og Bragi Bjarnason skrifuðu undir samkomulagið í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Sjálfstæðisflokkur og Áfram Árborg hafa myndað nýjan meirihluta í sveitarfélaginu Árborg. Bragi Bjarnason, sem áður var formaður bæjarráðs Árborgar, tekur við stöðu bæjarstjóra af Fjólu Steindóru Kristinsdóttur. 

Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Var samkomulag gert um að á miðju kjörtímabili myndu Bragi og Fjóla skiptast á embættum á miðju kjörtímabili, 1. júní 2024. Þannig myndi Bragi taka við stöðu bæjarstjóra og Fjóla verða formaður bæjarráðs. 

Nýr meirihluti í Árborg.
Nýr meirihluti í Árborg. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Féll frá samkomulaginu

Í tilkynningu frá Árborg segir að Fjóla hafi tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var. Hún muni því yfirgefa meirihlutann

Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú meirihluta í sveitarfélaginu.

Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Áfram Árborg, verður varaformaður bæjarráðs, en Sveinn Ægir Birgisson verður formaður bæjarráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert