Skák og Fortnite í Sjónvarpi Símans

Birkir Ágústsson til vinstri og Jökull Jóhannsson til hægri.
Birkir Ágústsson til vinstri og Jökull Jóhannsson til hægri. Ljósmynd/Aðsend

Síminn og Rafíþróttasamband Íslands taka höndum saman og ætla sér að breyta landslagi rafíþrótta á Íslandi í sameiningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum og Rafíþróttasambandi Íslands.

Rafíþróttasambandið mun nýta sér sjónvarpsdreifikerfi Símans til að koma dagskrárgerð sinni beint heim í stofu eða í snjalltæki áhugafólks um rafíþróttir. 

Síminn mun styðja við markaðssetningu og kynningarstarfsemi Rafíþróttarsambandsins og þar með auðvelda aðgengi að rafíþróttum.

Rafíþróttir vinsælt sjónvarpsefni

Haft er eftir Jökli Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Rafíþróttasambandsins og fyrrum atvinnumanni í rafíþróttum, að í haust fer í loftið stærri sjónvarpsdagskrá sem inniheldur meðal annars Skák, sem mun fela í sér útsláttarkeppni í hraðskák og Fortnite sem er í miklum vexti á Íslandi.

Að sögn Birkis Ágústssonar, dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum, eru rafíþróttir stór og mikilvægur hluti af íþrótta- og tómstundalífi Íslendinga og útsendingar frá þeim séu ekki bara vinsælt sjónvarpsefni heldur líka frábær afþreying. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert