Bloggað á háskólastigi

Milljónir manna víða um heim stunda blogg, þ.e. skrifa dagbækur sínar á vefinn, þennan víðfeðmasta fjölmiðil heims. Hér á landi má gera ráð fyrir að á annað þúsund manns stundi þessa iðju reglulega. Margir lesa þessi blogg, en vinsælustu vefleiðarahöfundarnir eins og Dr. Gunni fá 20 þúsund „heimsóknir“ á bloggsíðu sína.

Bloggið er notað í mjög fjölbreytilegum tilgangi. Margir segja frá hvunndagslífi sínu, aðrir eru álitsgjafar. Sumir bera saman bækur sínar um ákveðin sérfræðileg málefni. Bent hefur verið á að ekki hafi komið fram á sjónarsviðið eins gott lýðræðistæki og vefleiðararnir hin síðari ár og talið er að það verði notað í stjórnmálabaráttu í sífellt meira mæli.

Þá má nefna að töluverður fjöldi bandarískra bloggara nýtti bloggið sér til sáluhjálpar til að komast yfir áfallið 11. september, þegar ráðist var á World Trade Center. Lýstu þeir reynslu sinni af atburðinum og skiptust á reynslusögum. Þar komu oft fram nákvæmari upplýsingar um atburðina en í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.

Nú er svo komið að það á að fara að kenna um bloggið í HÍ í íslenskuskor á vormisseri 2004. Kennari verður Matthías Viðar Sæmundsson dósent. Samkvæmt kennsluskrá er bloggið flokkað með bókmenntum síðari alda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert