Smíðuðu "tog-snekkju" fyrir olíufursta

Meðlimur fjölskyldu soldánsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur látið smíða fyrir sig skemmtisnekkju á Íslandi, sem jafnframt er útbúin til togveiða. Það er bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði sem annaðist hönnun og smíði snekkjunnar.

Furstinn komst á snoðir um starfsemi Trefja á Netinu en hann er mikill áhugamaður um sportveiðar og vantaði hann togskip í stórt bátasafn sitt en gerði þá kröfu að nota mætti bátinn sem lystisnekkju þegar hann væri ekki að veiðum. Allur búnaður til veiðanna er því neðan þilja og sést ekki nema þegar hann er í notkun. Að öðru leyti er um hefðbundna lystisnekkju að ræða, íburður mikill og ekkert til sparað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert