Eldingu laust niður í Urðavita

Guðjón Jónsson, vitavörður, kannar skemmdir á Urðavita.
Guðjón Jónsson, vitavörður, kannar skemmdir á Urðavita. mbl.is/Sigurgeir

Nú er komið í ljós að Urðaviti, sem skemmdist mikið fyrir rúmri viku, varð fyrir eldingu. Er unnið að viðgerð á vitanum sem ætti að komast í gagnið fljótlega. Upphaflega var talið að skemmdarverk hefði verið unnið á vitanum.

Nú er komið í ljós að eldingu hefur lostið niður í vitann með þeim afleiðingum að 12 mm þykkt plexígler og hurð brotnuðu, rafmagn og annar búnaður annar búnaður eyðilagðist og vitinn varð óvirkur eftir.

„Sem betur fer er ekki um skemmdarverk að ræða,“ sagði Guðjón Jónsson, sem hefur eftirlit með vitum í Vestmannaeyjum. „Það eru komnir menn úr Reykjavík að gera við skemmdirnar og þeirra niðurstaða er að elding hafi verið að verki.“

Fréttavefur Frétta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert