„Bara hugmynd, bara hugmynd“

Eftirfarandi samtal fór nýlega fram milli tveggja dagskrárgerðarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7, sem starfrækt er af Norðurljósum. Einar Ágúst Víðisson var þá að ljúka sínum þætti og Sigvaldi Þórður Kaldalóns, sem kallar sig Svala, að taka við.

Einar Ágúst biður Svala afsökunar á að hafa farið yfir á útsendingartíma hans en sér hafi verið "skylt að fá að spila Bubba Morthens, hann er kóngurinn". Um var að ræða lag sem Bubbi frumflutti daginn áður á mótmælafundi Norðurljósa vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Segir Svali textann hafa verið mjög fyndinn og Einar Ágúst tekur undir það. Síðan fara orðaskiptin fram svona:

Svali: "En pælið í því, svona þið sem eruð kannski geðveik þarna úti og eruð í samfélaginu."

Einar Ágúst: "Þú ert geðveikur."

Svali: "Já, ég veit. Í Bankastrætinu þar sem Stjórnarráðið er að þar vísar bara glugginn hans Davíðs út á götu."

Einar Ágúst: "Já."

Svali: "Og þjóðarleiðtogann er hægt að skjóta bara í gegnum rúðuna."

Einar Ágúst: "Já, pældu í..."

Svali: "Bara hugmynd, bara hugmynd."

Einar Ágúst: "Suss."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert