Vilja loka auglýsingagati í áfengislöggjöf

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem á að koma í veg fyrir að áfengisframleiðendur og söluaðilar geti komið vöru sinni á framfæri í auglýsingum með því að nota líkar umbúðir og nöfn á óáfenga drykki sem þeir svo auglýsa.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, að auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar hér á landi og hefur verið svo lengi. Það hafi þó aukist að framleiðendur og dreifingaraðilar áfengra drykkja reyni að koma þeim á framfæri í auglýsingum með því að nota líkar umbúðir og nöfn á óáfenga drykki sem þeir svo auglýsa. Vilji flutningsmenn með frumvarpinu reyna að loka því gati sem virðist vera á löggjöfinni þannig að framleiðendur og dreifingaraðilar geti ekki farið í kringum bannið með þessum hætti.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert