Risarækjueldi á Reykhólum?

Risarækjueldi gæti verið í uppsiglingu á Reykhólum.
Risarækjueldi gæti verið í uppsiglingu á Reykhólum. mbl.is

Fulltrúar Orkuveitunnar, hreppsnefnd Reykhólahrepps og fulltrúar Þörungaverksmiðjunnar funda í dag um hugsanlega ræktun og eldi á risarækju á Reykhólum, að því er BB greinir frá. Fundurinn er haldinn að frumkvæði heimamanna og að sögn Einars Thorlaciusar, sveitarstjóra Reykhólahrepps, er með þessu verið að leita að tækifærum til að auka fjölbreytni í atvinnulífi.

„Við höfum verið að leita að tækifærum til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífi hér. Þörungaverksmiðjan hefur yfir að ráða heitu vatni og því kom upp sú hugmynd að skoða þetta verkefni sem Orkuveitan hefur verið að vinna að. Þetta er kynningarfundur þar sem starfsmenn Orkuveitunnar fara yfir málið en vonandi verður eitthvað framhald þar á því fljótt á litið gæti þessi möguleiki hentað okkur hér um slóðir“, sagði Einar í samtali við BB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert