Ódýrari jarðgöng til Eyja en ætlað var

Árni Johnsen á blaðamannafundi í gær.
Árni Johnsen á blaðamannafundi í gær.

Jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja myndu kosta nálægt 16 milljörðum króna, samkvæmt mati sænska verktakafyrirtækisins NCC. Að mati Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, er raunhæft að ætla að kostnaður við gerð 18 km langra ganga geti orðið lægri, eða 14-16 milljarðar. Er það einungis helmingur þess kostnaðar sem áætlaður var í kostnaðarmati um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja sem unnið var fyrir Vegagerðina.

"Jarðgöng á milli lands og Eyja eru ekki framtíðarverkefni, þau eru nútíðarverkefni. Í rauninni er ekki eftir neinu að bíða," sagði Árni Johnsen á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til að kynna málið.

Að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra, hafði ráðherrann ekki fengið skýrsluna um mat NCC og því ekki getað kynnt sér efni hennar. Hann sagðist þó reikna með að skýrslan yrði tekin til skoðunar í nefnd sem er að fara yfir framtíðarmöguleika í samgöngumálum Vestmannaeyinga.

Útreikningar, sem Hagfræðistofnun HÍ gerði fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna í Vestmannaeyjum um jarðgangagerð milli lands og Eyja, sýndu að veggöng mættu kosta allt að 30 milljörðum miðað við sex ára framkvæmdatíma til að vera þjóðhagslega hagkvæm. Þá kom fram á fundinum í gær að göngin myndu kosta minna en endurnýjun og rekstur Herjólfs í 30 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert