Bauðst til að aðstoða lögregluna

Sautján ára piltur, Gísli Már Magnússon, segist hafa boðist til að aðstoða lögreglumanninn sem lenti í átökum við drukkinn ökumann á Eskifirði á miðvikudagskvöld en aðstoðin hafi verið afþökkuð. Lögreglumaðurinn segist ekki hafa orðið var við boð piltsins um aðstoð en hugsanlega hafi það farið fram hjá honum í hamaganginum. Hann segir ánægjulegt að pilturinn hafi viljað bjóða aðstoð sína fram.

Gísli Már sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði átt leið framhjá á bíl sínum þegar hann sá lögregluna í átökum við ökumanninn. Hann hefði stöðvað bíl sinn, stigið út og boðið fram aðstoð en hún verið afþökkuð. Aðspurður sagðist hann ekki hafa séð aðra bjóða sig fram. Gísli Már kvað engu skipta að hann væri aðeins 17 ára, hann hefði verið tilbúinn til aðstoðar ef átökin hefðu harðnað. Lögreglumaðurinn væri aðeins fjórum árum eldri en hann sjálfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert