Póstbíll aldelda; bögglar og póstur skemmdist

Eldur kviknaði í póstflutningabifreið á gatnamótum Laugavegar og Nótaúns um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um metanbíl frá Póstinum að ræða. Eldurinn kom upp framarlega í bílnum en metankúturinn er í aftari hluta hans. Bíllinn var nánast aldelda þegar slökkvilið bar að. Óttast er að bögglar og annar póstur hafi skemmst í eldinum.

Að sögn SH var það vegfarandi sem benti ökumanninn bílsins á, að reyk lagði undan bílnum. Þegar hann fór út til að kanna málið lagði reyk upp úr mælaborði bílsins og varð bíllinn aldelda á skammri stundu. Er talið að hætta hefði skapast vegna þessa en metan er mjög eldfimt efni. Einn bíll SH fór á staðinn og tók skamman tíma að slökkva eldinn. Þó er talið að bögglar og annar póstur í bílnum hafi eyðilagst af völdum eldsins.

Ökumaðurinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki, samkvæmt upplýsingum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert