70 milljón króna sportbíll

Helgi Már Björnsson við bílinn. Fleiri myndir af bílnum eru …
Helgi Már Björnsson við bílinn. Fleiri myndir af bílnum eru í blaðinu Sunnlenska. sudurland.is/Egill

„Það er algjör draumur að þeysa um á þessu," segir Helgi Már Björnsson, pípulagningarmaður frá bílabænum Selfossi, sem fékk Porche Carrera GT sportbíl leystan úr tollinum síðastliðinn föstudag. Um er að ræða einn hraðskreiðasta bíl landsins sem kostar alls um 70 milljónir króna með innflutningsgjöldum.

Bíllinn er keppnisbíll sem kemst á 350 kílómetra hraða. „Manni eru samt allir vegir færir hérna heima, hann kemst að vísu aðeins með naumindum yfir hraðahindranir. En ég á ábyggilega eftir að fara með hann erlendis til að leika mér á sérstakri kappakstursbraut. Ég reynsluók bílnum einmitt á einni slíkri í Þýskalandi áður en ég keypti gripinn. Svo skilst mér að það standi til að leggja heljarinnar formúlubraut í Reykjanesbæ, við skulum vona að það verði að veruleika," er haft eftir Helga á fréttavefnum suðurlandi.is.

Helga hafði dreymt um viðlíka bíl í rúm tvö ár áður enn hann sló til. „Ég nældi í einn síðasta Carrera GT bílinn sem var framleiddur, en það eru aðeins til 1270 slíkir bílar í heiminum, og þeir verða aldrei fleiri."

Suðurland.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert