Þriggja stiga hitamunur milli svæða í höfuðborginni

Skafið af framrúðu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í morgun.
Skafið af framrúðu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í morgun. mbl.is

Frost var við jörð í Korpu við Korpúlfsstaði kl. 6 í morgun en á Geldinganesi var hitinn 3,2° og því misjafn hiti eftir stöðum borgarinnar. Í Vesturbænum voru rúður bíla hélaðar í morgunsárið og hafa einhverjir því þurft að skafa. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er algengt að nokkur hitamunur sé milli svæða í borginni, það muni heilli gráðu að vera 100 m hærra yfir sjávarmáli og því geti verið kaldara í Breiðholti en niður við sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert