Fylgi Frjálslynda flokksins eykst mikið

Fylgi Frjálslynda flokksins eykst mikið samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Mælist flokkurinn með 11% fylgi samkvæmt könnuninni og fengi samkvæmt því sjö þingmenn. Flokkurinn fékk 8,8% í síðustu kosningum og 4 þingmenn en 2,1% í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins í ágúst.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir við Fréttablaðið, að skýra megi fylgisaukningu Frjálslynda flokksins af umræðunni um flokkinn undanfarna daga.

Fylgi annarra flokka en Samfylkingarinnar dalar frá síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 38,5, Samfylkingar 30,4%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 13,3% og Framsóknarflokks 6,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert