">

Barnafólk og fjölskylduvæn fyrirtæki

Morgunblaðið beinir sjónum sínum að fyrirtækjum og barnafjölskyldum í sjöttu greininni í greinaflokknum „Er Ísland barnvænt samfélag?" sem birtist í blaðinu á morgun, sunnudag. Viðmælendum blaðsins hefur verið tíðrætt um skort á tilfinningalegu atlæti foreldra gagnvart börnum sínum og hefur tímaskorti ekki síst verið kennt þar um.

Í greininni á morgun ræðir Morgunblaðið við þrjú fyrirtæki sem hafa tekið upp fjölskylduvæna starfsmannastefnu, Glitni, Landsvirkjun, og Toyota Reykjanesbæ, auk Vinnueftirlitsins, og forsvarsmenn þeirra gera grein fyrir því hvernig komið er til móts við þarfir barnafólks.

Þá er rætt við einstæða þriggja barna móður, foreldrana í sex manna fjölskyldu og foreldra tveggja ára gamallar stúlku og lýsa þau því hvernig hagræða má vinnutímanum til að fjölga samverustundum.

Loks er rætt við dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans á Bifröst, sem nálgast viðfangsefnið frá sjónarhóli laganna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert