Um 100 tonn af hvalkjöti enn í frystigeymslum

Hvalur verkaður í Hvalfirði.
Hvalur verkaður í Hvalfirði. Morgunblaðið/ Ómar

Enn eru um eitt hundrað tonn af hvalkjöti í frystigeymslum þar sem ekki hefur verið hægt að selja kjötið. Í frétt Reuters-fréttastofunnar er haft eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals, að það skýrist af því að ekki hefur verið lokið við að rannsaka sýni úr hvalkjötinu með tilliti til ýmissa óæskilegra efna úr umhverfinu.

Segir hann að ekki hafi neitt hvalkjöt verið selt en þegar rannsókn lýkur verði ekkert vandamál að selja hvalkjötið.

Einar Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, tekur í samtali við Reuters undir orð Kristjáns um að ekkert vandamál sé að finna kaupendur og þá sér í lagi í Japan.

Einar segir að þrátt fyrir að þessi tími sé liðinn frá því að hvalirnir voru veiddir og að það sé enn óselt breyti engu um afstöðu stjórnvalda um að heimila hvalveiðar í vísindaskyni. Hins vegar muni hvalveiðar taka mið af þeim markaði sem er fyrir kjötið. Hvalveiðar séu stundaðar af einkafyrirtækjum og það sé þeirra að taka þá fjárhagslegu áhættu sem þeim fylgir, ekki stjórnvalda.

Kristján gerir ráð fyrir að ákvörðun um hvenær Hvalur hefji markaðssetningu kjötsins væntanlega liggja fyrir í lok janúar en rannsóknir hafi tekið lengri tíma heldur en gert var ráð fyrir.

Einar sagði við Reuters, að engin lög eða reglugerðir í Japan komi í veg fyrir hugsanlegan innflutning frá hvalkjöti frá Íslandi. „Ef engin eftirspurn er eftir vöru verður framleiðslu á henni hætt. Ég tel þó að (hvalveiðifyrirtækin) geti selt kjötið, en það er á þeirra ábyrgð."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert