Belgingur spyrst út

Aðstandendur Belgings.
Aðstandendur Belgings. mbl.is/G. Rúnar

Veðursíðan belgingur.is hefur spurst út meðal þeirra sem vilja fylgjast með veðri og nýtur sívaxandi vinsælda meðal útivistarfólks, flugmanna, sjómanna og annarra.

Nákvæmni Belgings byggist á því að reiknað er í neti sem hefur möskva sem eru aðeins þriggja kílómetra víðir en möskvastærð annarra reiknilíkana, sem hingað til hafa verið notuð við spágerð á Íslandi, er yfirleitt 20–50 kílómetrar, að sögn Haraldar Ólafssonar veðurfræðings og forsvarsmann Belgings.

Sprotafyrirtæki og framhaldsnemar

Veðursíðan Belgingur er samvinnuverkefni Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Reiknistofu í veðurfræði sem er sprotafyrirtæki sem var stofnað af Haraldi og Ólafi Rögnvaldssyni veðurfræðingi og hýsir m.a. nemendur í framhaldsnámi í veðurfræði. Á Reiknistofunni starfa m.a. Hálfdán Ágústsson og Einar Magnús Einarsson sem samhliða rekstri Belgings sinna rannsóknum á vindhviðum og óvissu í veðurspám.

Nánar er fjallað um Belging í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert