Skipun í embætti ríkissaksóknara frestað

Dómsmálaráðherra hefur staðfest að skipun í emgætti ríkissaksóknara hafi verið …
Dómsmálaráðherra hefur staðfest að skipun í emgætti ríkissaksóknara hafi verið frestað. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staðfest að skipun í embætti ríkissaksóknara hafi verið frestað. Í tölvubréfi til RÚV segir hann að hann muni skipa í embættið þegar önnur verkefni séu frá. Ekki kemur fram hvort það verði fyrir eða eftir kosningar.

Í hádegisfréttum RÚV kom fram að einn umsækjandi, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hafi dregið umsókn sína tilbaka og að fleiri hyggist gera slíkt hið sama verði ekki skipað í embættið í dag eða á morgun.

Skipun í aðra stöðu hefur einnig verið umdeild sökum þess hversu lítið hún var auglýst, það er staða aðstoðarríkislögreglustjóra. Einungis ein umsókn barst og segist fréttastofa Ríkissjónvarpsins hafa heimildir fyrir því að umsækjandinn sé sonur ritara Björns Bjarnasonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert