Tveggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Hérðasdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot en maðurinn var fundinn sekur um að hafa ekið bíl eftir að hann var sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur ítrekað verið fundinn sekur um umferðarlagabrot.

Lögreglumenn á Selfossi mættu manninum á götu í bænum í febrúar sl. og vissu að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þeir komu síðan að þar sem bílnum hafði verið lagt og sat maðurinn undir stýri en hann fullyrti að unnusta sín hefði ekið. Lögreglumennirnir fullyrtu hins vegar að maðurinn hefði verið undir stýri og segir dómurinn að lögfull sönnun þyki vera komin fram fyrir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert