Sjálfboðaliði frá Íslandi varð fyrir barsmíðum í Palestínu

Ortrud Gessler Guðnason,sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína, varð í fyrradag fyrir barsmíðum af hálfu landtökumanna á alþjóðlegan hóp sjálfboðaliða í Palestínu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að unglingar úr röðum landtökufólks hafi sparkað í maga hennar og grískur félagi Ortrud fékk grjóthnullung í höfuðið.

Árásin átti sér stað í Hebron, þar sem Ortrud hefur starfað við mannúðarmál síðustu vikur, m.a. við að fylgja börnum í skóla gegnum vegatálma. Í Hebron búa um 6-700 ísraelskir landtökumenn, innan um 120.000 palestínska íbúa borgarinnar.

Ortrud, er þýskur ríkisborgari en búsett hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert